2. fundur
utanríkismálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:38
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 08:38
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:38
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 08:38
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:38
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:38
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:38
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:38
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:38

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1555. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundagerð. Kl. 08:38
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) Þingleg meðferð EES-mála Kl. 08:40
Þröstur Freyr Gylfason, ritari EES-mála frá skrifstofu Alþingis, fjallaði um reglur um þinglega meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. júní 2013. Kl. 09:21
Nefndin fékk á sinn fund Jöhönnu Bryndísi Bjarnadóttur og Önnu Katrínu Vilhjálmsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Eggert Ólafsson og Baldur P. Erlingsson úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar þann 14. júní 2013 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Staða mála í Tyrklandi. Kl. 09:30
Nefndin fékk á sinn fund Jón Egil Egilsson og Davíð Loga Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu gestirnir grein fyrir stöðu mála í Tyrklandi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:10
a) Þingleg meðferð EES-mála. Nefndin fjallaði um gögn sem lögð voru til grundvallar umfjöllun um dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar þann 14. júní 2013.
b) Undirnefnd um EES-mál. Nefndin fjallaði um skipan hugsanlegrar undirnefndar um EES-mál.
c) Störf utanríkismálanefndar á næstunni. Umræður.
d) Staða mála í Sýrlandi. Össur Skarphéðinsson óskaði eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneyti um stöðu mála í Sýrlandi.

Fundi slitið kl. 10:30